Orku- og veitufyrirtæki í Samorku eru hátt í 50 talsins. Þau eru staðsett víðsvegar um landið og þjóna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi.
Raforka og veituþjónusta er nauðsynleg forsenda fyrir atvinnurekstri og búsetu í landinu. Starfsemin skilar háu hlutfalli af landsframleiðslu, en að auki býr hún Íslendingum mikil lífsgæði sem mörg okkar líta á sem sjálfsagðan hlut.
Starfsfólk í orku- og veitufyrirtækjum á Íslandi er rúmlega 1800 talsins.
Helstu einkenni starfsfólks í orkugeiranum eru meðal annars hátt menntunarstig, hátt hlutfall iðnmenntunar og hár starfsaldur. Launin eru einnig góð og helgast það ekki síst af öllu fyrrnefndu.
Hlutfall kvenna í orkugeiranum er um 29% heilt yfir og eykst hægt og bítandi.
Lög og reglugerðir:
Fráveitur
Finna má lög og reglugerðir er varða málefni fráveitna má finna á vef umhverfisráðuneytisins.
Hitaveitur
Hitaveitur falla undir orkulög en reglugerðir um einstakar hitaveitur má finna hér á vefsíðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Raforka
Lög og reglugerðir er varða málefni raforkufyrirtækja má finna hér á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Vatnsveitur
Lög og reglugerðir varðandi starfsemi vatnsveitna má finna m.a hér: Neysluvatnsreglugerðin, á vef innanríkisráðuneytisins og á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Lög um vatnsvernd má finna á vef umhverfisráðuneytisins.