Námskeið um innra eftirliti vatnsveitna
Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO hefur látið gera tölvuforrit til þess að fylgjast með og greina áhrif og virkni innra eftirlits vatnsveitna. Samorka hefur fengið notkunarleyfi á forritinu og hefur Dr. María Jóna Gunnarsdóttir tekið að sér að þýða það og laga að íslenskum aðstæðum. Þessu verki miðar vel áfram og er áformað að kynna það á námskeiði dagana 29. og 30. okt. n.k.
Námskeiðið verður á Grand Hótel í salnum Háteigi, sjá dagskrá undir – Námskeið og fundir hér til hægri á heimasíðunni.