Loftslagskvótar myndu auka verðmæti orkulinda okkar
Orkumál á krossgötum – Hvert stefnir? Hvað viljum við? Þessi var titill erindis sem Þorkell Helgason orkumálastjóri flutti á hádegisverðarfundi Samorku um orku- og loftslagsmál, sem haldinn var í kjölfar aðalfundar samtakanna. Þorkell fjallaði um loftslagsmálin og um stöðu mála í orkubúskap veraldar, og um stöðu Íslands í þessu samhengi. Þorkell dró mál sitt þannig saman í lokin og „kastaði fram nokkrum spurningum, jafnvel fullyrðingum:“
- Mannkynið stendur ótvírætt á krossgötum í orkumálum. Tími
ódýrs jarðefnaeldsneytis er liðinn og loftslagið þolir ekki meiri
útblástur. - Vonandi næst samstaða þjóða á meðal um kröftuga stjórn á
loftslagsmálum. Æskilegast er að það væri með almennum
framseljanlegum losunarkvótum. Markaðsöflin munu þá sjá til
þess að lausnir finnist. - Við Íslendingar erum í grundvallaratriðum vel settir í þessu
samhengi. Við þurfum ekki að óttast loftslagskvóta; þvert á
móti auka þeir verðmæti orkulinda okkar. Við ættum því að
fagna slíku fyrirkomulagi. - Þá eigum við að hasla okkur völl í alþjóðasamfélaginu á sviði
vistvænnar orku. Beinast liggur þá við að hefja stórútrás í jarðhitamálum;
ekki aðeins á þekkingu og vísindum á sviði hans
heldur einnig á rekstrarþættinum. Einnig getum við orðið
brautryðjendur á sviði vistvæns eldneytis. - Okkur skortir heildstæða orkustefnu um það hvað við viljum
nýta og í hvaða áföngum. Um það hvernig við viljum deila út
orkugæðunum og hvað eigi að verða um vaxandi arð af þeirri
nýtingu. - Sama á við um losunarkvóta. Við þurfum strax að móta
heildarstefnu um útdeilingu þeirra.
Sjá erindi Þorkels á vef Orkustofnunar.