Jafnvægi í rekstri Landsnets
Hagnaður Landsnets nam tæpum þremur milljörðum króna á árinu 2017 og er það mikill viðsnúningur frá árinu áður, þegar um 1,4 milljarða tap var á rekstrinum.
Þetta kemur fram í ársreikningi Landsnets fyrir árið 2017 sem samþykktur var í dag.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir ánægjulegt að reksturinn sé í takt við áætlanir og nú stöðugur í stað mikilla sveiflna áður. Þakkar hann helst endurfjármögnun langtímalána á hagstæðum kjörum, færslu yfir í bandaríkjadali ásamt endurbótum á ferlum fyrir það jafnvægi í rekstri sem vænst var til. Áhætta félagsins vegna gjaldmiðla hefur minnkað töluvert og eru áhrif af styrkingu krónunnar ekki mikil í rekstrinum. 2017 var eitt af stærstu framkvæmdaárum fyrirtækisins og var framkvæmdakostnaðurinn að mestu í samræmi við áætlanir þrátt fyrir miklar tafir í stórum verkefnum , segir Guðmundur Ingi jafnframt í fréttatilkynningu frá Landsneti.
Hægt er að kynna sér ársreikninginn og frekari stiklur á helstu atriðum hans á heimasíðu Landsnets.