Íslensk fyrirtæki greiða lágt raforkuverð
Íslensk fyrirtæki greiða einn lægsta rafmagnsreikninginn í Evrópu. Fyrirtæki á Ítalíu, í Bretlandi og Þýskalandi þurfa að borga ríflega tvöfalt meira en fyrirtæki á Íslandi.
Raforkuverðið sjálft, þegar litið er framhjá flutningi og opinberum gjöldum, er næstlægst á Íslandi í Evrópu.
Samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs er því mjög hagstæð að þessu leyti, en líkt og víðar í slíkum samanburði hefur mikil gengisstyrking íslensku krónunnar undanfarin misseri áhrif til veikingar á þeirri samkeppnisstöðu. Flutnings- og dreifikostnaður er yfir meðallagi hér á landi, en auk gengisstyrkingar skýrist sú staða að sjálfsögðu af miklu dreifbýli og afar krefjandi flutningsleiðum.
Á Íslandi greiða fyrirtæki lág opinber gjöld, eins og sjá má á eftirfarandi línuriti.
Hér má sjá hvar Ísland stendur í evrópskum samanburði þegar allt er tekið með.