Persónuvernd

Okkur er umhugað um friðhelgi einkalífs þíns. Athugaðu að gögnin úr mælikubbnum verða gerð ópersónugreinanleg skv. nýjum persónuverndarlögum og Persónuvernd hefur verið upplýst um verkefnið. Allir bílar fá órekjanlegt auðkenni sem þýðir að þær upplýsingar sem berast Samorku eru þess eðlis að ekki er hægt að rekja þær til einstakra þátttakenda.

Upplýsingarnar sem mælikubburinn safnar eru mikilvægar þegar kemur að því að meta áhrif raf- og tengiltvinnbíla á raforkukerfið, hvernig fyrirkomulagi á hleðslu þeirra er háttað og þar með á ákvarðanir um uppbyggingu innviða, svo rafbílaeigendur fái sem besta þjónustu um leið og þeim fjölgar.

Til að tryggja vernd persónuupplýsinga eru gögn sem mælibúnaður safnar unnin í tveimur aðskildum áföngum, þ.e. gögnin eru gerð ópersónugreinanleg af FleetCarma áður en til vinnslu þeirra kemur. Það er gert með þeim hætti að nöfn þátttakenda og bílnúmer eru tekin út og í stað þess sett inn ópersónugreinanlegt auðkenni. Þannig mun Samorka ekki geta tengt saman bíl og einstaka þátttakendur. Samorka fær upplýsingar um hvort bíll er hlaðinn á heimili eða vinnustöð, en ekki hvaða heimili eða hvaða vinnustöð, og hvort um hraðhleðslu sé að ræða eða annars konar hleðslu. Þessar upplýsingar verða ópersónugreinanlegar og því er ekki hægt að tengja saman hleðslustaði við einstaka þátttakendur. Samorka fær ekki upplýsingar um staðsetningu og ferðir bílsins þar á milli.

Gagnasöfnun

Mælikubburinn skrásetur hvenær tæki er stungið í samband og hvenær það er tekið úr sambandi. Einnig safnar tækið upplýsingum um:

  1. Bílinn þinn: Verksmiðjunúmer bíls (VIN-númer), tegund, gerð og árgerð bíls.
  2. Hleðsluferil: Fyrir hverja hleðslu (sem er gefin númer) – upphafstími hleðslu og dagsetning, hleðslutími, hleðsluafl (kW), magn hleðslu (raforka neytt í kWh), magn hleðslu á 15 mínútna tímabilum (kWh), hleðslu tap/hleðslunýtni (raforka sem tapast við hleðslu í kWh), upphafsstaða hleðslu, lokastaða hleðslu, GPS hnit hleðslustaðar.
  3. Stærðir reiknaðar úr frá hleðsluferil: áætlað ástand rafhlöðu (þ.e. geta rafhlöðu til þess að taka móti og gefa frá sér hleðslu).

Tækið mun einnig mæla eftirfarandi:

  1. Akstursupplýsingar: Upphafstími og dagsetning akstursferðar, ferðatími, ferðavegalengd, staða rafhlöðu í upphafi ferðar, staða rafhlöðu í lok ferðar, raforkunotkun í ferð, notkun bensín/dísil í ferð (ef tengiltvinnbíll), %óvirkni, %hlutfall kílómetra keyrðir á raforku (ef tengiltvinnbíll), umhverfishitastig, GPS hnit ferðar (ath. þessar upplýsingar eru nauðsynlegar til þess að finna fyrrnefndar stærðir. Þessi gögn berast ekki til rannsakenda og er eytt í lok rannsóknar), aukin rafmagnsnotkun (t.d. miðstöð, útvarp, ljós o.fl.).
  2. Aksturs útreikningar: kílówattstund(kWh)/km, heildareyðsla raforku, sparnaður á losun koltvísýrings við notkun raforku í akstri.

FleetCarma safnar gögnum frá mælikubbnum með hugbúnaði sínum. FleetCarma sendir gögnin til Samorku með dulkóðun í lok rannsóknartímabils þar sem gögnin eru geymd hjá Samorku á öruggum netþjóni. FleetCarma eyðir svo öllum persónugreinanlegum gögnum sem þeir hafa safnað innan tveggja mánaða eftir að Samorka hefur móttekið þau. Þar með er öllum persónugreinanlegum gögnum eytt.

Möguleiki er að gerðar verði frekari kannanir á hleðsluhegðun innan einhverra ára til að fá samanburð eftir því sem rafbílum fjölgar. Því verða ópersónugreinanleg gögn varðveitt áfram hjá Samorku.