Halarófa rafbíla við upphaf hringferðar

Bílar frá Samorku og aðildarfélögum tóku þátt í halarófu rafbíla sem fylgdi tveimur Englendingum úr hlaði við upphaf hringferðar um Ísland í dag.

Bíll Samorku

Englendingarnir tveir, Mark og Stewart ásamt móður annars þeirra á níræðisaldri, keyra hringinn á óbreyttum rafbílum og engar vararafhlöður verða með í för. Þannig vilja þeir sýna fram á að rafbílar eru raunhæfur valkostur og óþarfi sé að óttast það að komast ekki á leiðarenda, sem er talin ein helsta fyrirstaða þess að fólk kaupi sér rafbíl.

Mark og Stewart hafa áður keyrt hringinn um Bretland á rafbíl og ætla sér næst um miðbaug.

 

Hringferðin er hluti af CHARGE energy branding ráðstefnunni sem fram fer í Reykjavík dagana 9. og 10. október.