Guðrún Erla, Kristján og Þórður endurkjörin í stjórn Samorku
Á aðalfundi Samorku voru endurkjörin til setu í stjórn samtakanna þau Guðrún Erla Jónsdóttir framkvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur, Kristján Haraldsson orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða og Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets. Þá var Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku endurkjörinn sem varamaður í stjórn. Öll voru þau kjörin til tveggja ára.
Áfram sitja jafnframt í stjórn, kjörnir til tveggja ára á aðalfundi 22. febrúar 2013:
 	Aðalmenn:
 	Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, formaður stjórnar
 	Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
 	Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
 	Júlíus J. Jónsson, forstjóri HS Veitna
 	Varamenn:
 	Dagur Jónsson, vatnsveitustjóri Vatnsveitu Hafnarfjarðar
 	Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella
