Frestur til að skrá sig á NDWA að renna út
Norræna drykkjarvatnsráðstefnan 2018 verður haldin dagana 11. – 13. júní í Osló, Noregi. Frestur til að skrá sig rennur út föstudaginn 1. júní.
Metnaðarfull dagskrá verður í boði og fjallað um ýmist dreifikerfi vatns, rekstur vatnsveitna, fræðslu, gæði og meðhöndlun drykkjarvatns, vatnsvernd og fleira. Nálgast má upplýsingar um dagskrána og ráðstefnuna í heild á heimasíðu hennar.
Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og þar koma saman sérfræðingar Norðurlandanna í vatnstengdum fræðum og fjalla um hinar ýmsu hliðar á vatnsveitum og drykkjarvatni.