Framvarðasveit í fárviðri á degi rafmagnsins
Hin ótrúlega atburðarás sem fór í gang í óveðrinu mikla sem gekk yfir landið í desember 2019 og afleiðingar þess voru til umfjöllunar á opnum fundi Samorku í morgun undir yfirskriftinni Framvarðasveit í fárviðri. Á fundinum var farið yfir hvað gerðist, til hvaða aðgerða var gripið til og sýndar myndir frá erfiðum aðstæðum sem vinnuflokkar frá orku- og veitufyrirtækjunum þurftu að vinna við til að koma rafmagni aftur á.
Fundurinn var haldinn á degi rafmagnsins, sem haldinn er hátíðlegur á Norðurlöndum þann 23. janúar ár hvert, en tilgangur hans er að minna á mikilvægi rafmagns í lífi okkar og starfi. Óhætt er að segja að óveðurshrinan hafi rækilega minnt Íslendinga á hversu samofið rafmagnið er okkar daglega lífi og vakið upp spurningar um ástand raforkuinnviðanna.
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, tilkynnti meðal annars um 230 milljóna aukningu til úrbóta í dreifikerfinu fyrir norðan.
Upptökur af fundinum má nálgast hér fyrir neðan.
Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku og fundarstjóri fundarins, bauð gesti velkomna og kynnti þau verkefni sem Samorka hefur áður stutt við í tilefni dags rafmagnsins; sólarorkulampa til Afríku.
Dagur rafmagnsins: Opnun fundar – Lovísa Arnadóttir from Samorka on Vimeo.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, fór vel yfir atburðarás óveðursdagsins í máli og myndum. Hann sagði meðal annars frá því að 60 möstur, yfir hundrað staurar og um 50 þverslár brotnuðu og að hátt í hundrað manns hafi komið á verkefnum tengdum veðrinu.
Að standa í storminum – Gudmundur Ingi Ásmundsson from Samorka on Vimeo.
Glærur Guðmundar:
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, fór einnig yfir atburðarásina frá sjónarhóli dreifikerfisins og tilkynnti um 230 milljóna aukningu fjármagns til endurbóta á dreifikerfinu fyrir norðan.
Vegna galla í Powerpoint sýningu Tryggva á fundinum skekkjast einhver kort, hér má sækja kynninguna á pdf með réttri framsetningu:
Þegar raforkukerfið brestur – Erindi TÞH á Opnum fundi Samorku 23. janúar 2020 – Lokaskjal
Þegar raforkukerfið brestur – Tryggvi Þór Haraldsson from Samorka on Vimeo.
Malín Frid er ekki staðalímynd iðnaðarmannsins. Hún er hins vegar handhafi titilsins Harðasti iðnaðarmaður landsins, eftir árlega kosningu á visir.is, og ein þeirra línumanna sem stóðu vaktina í óveðrinu fyrir norðan.
Sögur úr loftlínunni – Malín Frid from Samorka on Vimeo.
Glærur Malínar:
Að lokum sagði Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, frá vinnu starfshóps stjórnvalda um úrbætur á innviðum en í mörg horn þarf að líta þar.
Starfshópur stjórnvalda um úrbætur á innviðum – Benedikt Árnason from Samorka on Vimeo.
Glærur Benedikts: