Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga, opinn fundur Landsvirkjunar 22. maí
Föstudaginn 22. maí býður Landsvirkjun til opins fundar um hnattrænar loftslagsbreytingar og hvernig fyrirtæki geta unnið gegn áhrifum þeirra. Fundurinn fer fram í Hörpu og hefst kl. 8:30. Fundinn ávarpa m.a. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, Halldór Björnsson veður- og haffræðingur hjá Veðurstofu Íslands og Halldór Þorgeirsson forstöðumaður stefnumörkunar hjá skrifstofu rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.