Frændur vorir og Fraunhofer
Frændur vorir og Fraunhofer er opinn fundur Landsvirkjunar um raforkukostnað stórnotenda á Íslandi.
Viðskiptagreining landsvirkjunar mun leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
Er það satt að stórnotendum rafmagns bjóðist betri kjör í Noregi en á Íslandi?
Hverjar voru helstu niðurstöður í úttekt þýska rannsóknafyrirtækisins Fraunhofer á raforkukostnaði stórnotenda á Íslandi?
Hverjar eru horfur á norrænum raforkumarkaði, Nord Pool, í bráð og til lengri tíma?
Sérfræðingar viðskiptagreiningar, Dagný Ósk Ragnarsdóttir, Úlfar Linnet og Sveinbjörn Finnsson fjalla um niðurstöður úttektar Fraunhofer og stöðu og horfur á norrænum raforkumarkaði.
Valur Ægisson, forstöðumaður viðskiptagreiningar, stýrir fundinum.
Fundurinn hefst kl. 9 og er streymt á Facebook síðu Landsvirkjunar.