Útboð á jarðstrengjum
Samorka auglýsir útboð á jarðstrengjum fyrir hönd nokkurra dreifiveitna.
Útboðsgögn eru afhent rafrænt með tölvupósti frá og með deginum í dag.
Nánari upplýsingar eru í útboðsauglýsingunni.
Samorka auglýsir útboð á jarðstrengjum fyrir hönd nokkurra dreifiveitna.
Útboðsgögn eru afhent rafrænt með tölvupósti frá og með deginum í dag.
Nánari upplýsingar eru í útboðsauglýsingunni.
Fundurinn verður í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík og hefst með smá morgunhressingu, en dagskráin sjálf byrjar kl. 9:00 og stendur fram eftir degi,
Sjá dagskrá með því að smella hér
Einnig verður vöru- og þjónustukynning frá birgjum.
Þátttökuskráning er hafin og gerist með því að senda þátttökubeiðni í tölvupósti til the@samorka.is
Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO hefur látið gera tölvuforrit til þess að fylgjast með og greina áhrif og virkni innra eftirlits vatnsveitna. Samorka hefur fengið notkunarleyfi á forritinu og hefur Dr. María Jóna Gunnarsdóttir tekið að sér að þýða það og laga að íslenskum aðstæðum. Þessu verki miðar vel áfram og er áformað að kynna það á námskeiði dagana 29. og 30. okt. n.k.
Námskeiðið verður á Grand Hótel í salnum Háteigi, sjá dagskrá undir – Námskeið og fundir hér til hægri á heimasíðunni.
Dagana 5.-8. mars 2013 stendur íslenski jarðhitaklasinn fyrir alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu í Hörpu. Sjá upplýsingar um dagskrá, skráningu o.fl. á vefsíðu ráðstefnunnar.
Fréttablaðsgrein Gústafs Adolfs Skúlasonar:
„Massapóstur“ á þingnefnd
Alls liggja nú á fjórða hundrað umsagnir fyrir hjá atvinnuveganefnd Alþingis um tillögu til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða − rammaáætlun. Er þetta óvenjulegur fjöldi en hátt á þriðja hundrað einstaklinga hafa sent inn umsagnir í eigin nafni. Margar þeirra umsagna eru afar keimlíkar og fyrirmynd að þeim texta hefur mátt finna á vefsíðum ýmissa náttúruverndarsamtaka. Kemur þar ítrekað fram sú fullyrðing að mikilvægt sé að sem flestir sendi inn umsagnir vegna þess að „magnið“ geti haft áhrif. Umræddar umsagnir eru sumar í formi tölvupósta og finna má dæmi um að í efnislínu (subject) komi fram orðasambandið „Massapóstur á Atvinnuveganefnd“.
Þetta er allt gott og blessað en bætir litlum upplýsingum við fyrir nefndina. Þótt einn hópur kjósi að skipuleggja sig með slíkum hætti segir það ekkert um afstöðu alls þorra landsmanna og ekki er mikið um viðbótar rök í mörgum þessara umsagna.
Lýðræði og virkjanir
Ef leggja á áherslu á sjónarmið um lýðræðislega aðkomu má minna á að sumir virkjanakostirnir hafa t.d. þegar farið í gegnum lýðræðislegt ferli mats á umhverfisáhrifum, með tilheyrandi opnum umsagnarferlum og ákvarðanatöku lýðræðislega kjörinna fulltrúa á sviði skipulagsmála. Jafnvel eru dæmi um að virkjanakostir hafi verið kosningamál í síðustu sveitarstjórnarkosningum og stuðningsmenn umræddra virkjana borið þar sigur úr býtum. Reyndar gerir sú tillaga sem nú liggur fyrir Alþingi ráð fyrir að sumir virkjanakostir þar sem mati á umhverfisáhrifum er lokið og aðalskipulag og stuðningur sveitarstjórna liggur fyrir fari í bið- eða verndarflokk, þótt verkefnisstjórn hafi raðað þeim mjög framarlega í sínu áralanga faglega ferli. Sem kunnugt er hefur niðurstöðum þess faglega ferlis verið varpað fyrir róða í fyrirliggjandi tillögu, í tvöföldu óljósu ferli á vettvangi stjórnmálanna, en það er önnur umræða.
Samorka getur hins vegar glatt þingheim með því að ekki stendur til að samtökin hvetji framvegis til sendinga á „massapósti“ til þingnefnda um einstök þingmál.
María J. Gunnarsdóttir − byggingartæknifræðingur, umhverfisfræðingur og fyrrum starfsmaður Samorku − varði á dögunum doktorsritgerð sína í umhverfis- og auðlindafræði, við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Titill ritgerðar Maríu er Öryggi neysluvatns: Reynsla af innra eftirliti vatnsveitna og áhættuþættir mengunar.
Ágrip af rannsókn Maríu:
Aðgangur að nægu og hreinu drykkjarvatni er ein af undirstöðum velferðar í hverju samfélagi. Mikilvægt er að tryggja að vatn njóti verndar bæði lagalega og í allri umgengi um vatnsauðlindina. Ísland flokkaði neysluvatn sem matvæli í matvælalöggjöf 1995. Með þeirri löggjöf voru lagðar skyldur á vatnsveitur að beita kerfisbundu fyrirbyggjandi innra eftirliti til að tryggja gæði neysluvatns samhliða lögbundnu ytra eftirliti heilbrigðiseftirlits og var þar meðal fyrstu þjóða til að lögleiða innra eftirlit. Markmið þessarar rannsóknar er að meta áhrif þessarar lagasetningar á vatnsveitur og hvort þeirra áhrifa gæti í gæðum vatnsins og í heilsufari íbúa. Einnig eru skoðaðir áhættuþættir lífrænnar mengunar og hversu langt hún getur borist með grunnvatni og notað líkan sem byggir á vatnafræðilegum og jarðfræðilegum aðstæðum og niðurstöður bornar saman við saurmengun neysluvatns sem olli nóróveirufaraldri hér á landi fyrir nokkrum árum. Niðurstöðurnar sýna tölfræðilega marktækan mun á bæði betri neysluvatnsgæðum og bættri heilsu íbúa þar sem vatnsveitur hafa sett upp innra eftirlit. Rannsóknin leiddi einnig í ljós ávinning af innra eftirliti í rekstri vatnsveitna, hvað þarf að vera til staðar til að það virki vel og hverjar hindranirnar eru.
Verkefnið var unnið við Háskóla Íslands og var styrkt af Umhverfis- og auðlindasjóði Orkuveitu Reykjavíkur, Rannsóknasjóði Háskóla Íslands, og Þróunarsamvinnustofnun.
Ritgerð Maríu má finna hér, á vef Háskóla Íslands.
Doktorsvörnin fór fram miðvikudaginn 30. maí, í Öskju. Andmælendur voru Dr. Steve Hrudey, prófessor emerítus, Analytical & Environmental Toxicology Division, Faculty of Medicine and Dentistry við University of Alberta í Kanada, og Dr. José Manuel Pereira Vieira, prófessor við University of Minho Largo do Paço í Portugal.
Leiðbeinendur voru Dr. Sigurður M. Garðarsson, prófessor og deildarforseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands; Dr. Jamie Bartram, prófessor og forstöðumaður ‘Water Institute at UNC’, Environmental Sciences and Engineering við Gillings School of Global Public Health, University of North Carolina at Chapel Hill, Bandaríkjunum; Dr. Hrund Ó. Andradóttir, dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands; og Dr. Gunnar St. Jónsson, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun.
Samanburður á orkuverði og þjónustu veitufyrirtækja í höfuðborgum Norðurlanda leiðir í ljós mikinn mun. Hann er meira en ferfaldur þar sem hann er mestur, það er á milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar. Í öllum tilvikum nema einu er þjónustan útlátaminnst í Reykjavík en minna er greitt fyrir fráveituna í Stokkhólmi en hér. Þetta kemur fram í samantekt Orkuveitu Reykjavíkur.
Samorka lýsir í umsögn sinni miklum vonbrigðum með tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða – rammaáætlun. Samtökin gera alvarlegar athugasemdir við það vinnulag sem viðhaft hefur verið við gerð tillögunnar, allt frá því að verkefnisstjórnin skilaði sínum faglegu niðurstöðum til ráðherra í júlí 2011. Í kjölfarið tók við tvöfalt ógagnsætt ferli og allar hinar fjölmörgu breytingar frá niðurstöðum verkefnisstjórnar hafa verið í sömu átt, þ.e. í þá átt að draga úr áherslum orkunýtingar. Faglegri vinnu verkefnisstjórnar hefur í raun verið varpað fyrir róða og niðurstaðan verður líklega ekki annað en stefna núverandi stjórnvalda í verndun og nýtingu, en ekki sú sátt um málaflokkinn sem vonast hafði verið eftir að áralöng vinna verkefnisstjórnar gæti orðið grundvöllur að. Umsögn Samorku má nálgast hér, og fylgiskjal með henni hér, þar sem tillagan er borin saman við niðurstöður verkefnisstjórnar.
Umfang þjóðhagslegs ávinnings af jarðhitanýtingu er á bilinu 55-95 milljarðar á ári. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Daða Más Kristóferssonar, dósents í auðlindahagfræði við Háskóla Íslands, á vorfundi Jarðhitafélags Íslands sem haldinn var í Arion banka. Á fundinum fjölluðu fulltrúar HS Orku, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og RARIK jafnframt um helstu jarðhitaframkvæmdir á döfinni hjá fyrirtækjunum. Erindi fundarins má nálgast á vef Jarðhitafélagsins.
Rafmagnsverkfræðingadeild Verkfræðingafélags Íslands stendur fyrir ráðstefnu um háspennulínur og jarðstrengi þann 18. apríl klukkan 13:00 á Grand Hótel Reykjavík, Gullteig, í samstarfi við Samorku o.fl. Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á vef Verkfræðingafélags Íslands.