Opnað hefur verið fyrir skráningu á Iceland Geothermal Conference 2016 – IGC2016. Ráðstefnan fer fram í Hörpu dagana 26.-29. apríl 2016 og er skipulögð af Iceland Geothermal klasasamstarfinu.
Frekari upplýsingar má finna hér á heimasíðu IGC.
Skrifstofa Samorku er flutt af Suðurlandsbrautinni og í Hús atvinnulífsins að Borgartúni 35. Við hlökkum til að eiga í framtíðinni meira og betra samstarf við Samtök atvinnulífsins og önnur aðildarfélög þeirra í Borgartúninu.
Miðvikudaginn 11. nóvember standa Samtök atvinnulífsins, Landsnet o.fl. aðilar að ráðstefnu á Icelandair Hotel Natura þar sem fjallað verður um sæstreng til Evrópu út frá reynslu Norðmanna og möguleikum Íslands á evrópskum orkumarkaði.
Sjá nánar á vef Samtaka atvinnulífsins.
Á fundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, var ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp til að kanna mögulega tengingu landanna í gegnum sæstreng. Miðað er við að umræddur hópur skili niðurstöðu innan sex mánaða, en á vef forsætisráðuneytisins er haft eftir Sigmundi Davíð að forsenda fyrir mögulegri lagningu sæstrengs í framtíðinni sé að raforkuverð til heimila og fyrirtækja hækki ekki hérlendis. Eðlilegt sé þó að eiga viðræður við Breta um þau efnahagslegu og félagslegu áhrif sem lagning sæstrengs á milli landanna gæti haft í för með sér.
Haustfundur Jarðhitafélags Íslands var haldinn þann 22. október og hægt er að sækja erindisglærur fundarins hér á heimasíðu JHFÍ.
Í ár var þema fundarins: „Fjölnýting jarðhita á Íslandi“.
Landsvirkjun og Thorsil hafa komist að samkomulagi um drög að samningi um afhendingu á rafmagni til kísilvers Thorsil í Helguvík. Landsvirkjun mun senda drögin í undirbúningsferli hjá Eftirlitsstofnun EFTA og bíða niðurstöðu áður en samningurinn verður tekinn til umfjöllunar og endanlegrar afgreiðslu í stjórn fyrirtækisins. Ráðgert er að kísilver Thorsil verði gangsett á fyrsta ársfjórðungi 2018. Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.
Landsvirkjun boðar til fundar um tækifæri í nýsköpun í orkuiðnaði fyrir íslensk fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Sérþekking á orkumálum hér á landi er nú með því mesta sem þekkist í heiminum og sífellt koma fram nýir aðilar sem byggja á þeirri reynslu og þekkingu sem safnast hefur á liðnum áratugum. Fundurinn verður haldinn miðvikudagsmorguninn 21. október á Hótel Natura.
Sjá dagskrá og skráningu hér á vef Landsvirkjunar.
Samorka vill vekja athygli á því að Staðlaráð Íslands hefur gefið út í íslenskri þýðingu staðalinn ÍST EN 50522, Jarðbinding háspennuvirkja. Staðalinn kemur í stað ÍST 170 Háspennuvirki fyrir riðspennu yfir 1 kV, ásamt staðlinum ÍST EN 61936-1 Power installations exceeding 1 kV a.c. – Part 1: Common rules.
Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Staðlaráðs Íslands: Smellið hér
Þriðjudaginn 20. október verður haldinn morgunverðarfundur í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, þar sem fjallað verður um sameiginlega gátt starfsmenntasjóða – Áttina. Um er að ræða hluta fundaraðar SA og aðildarfélaga um menntun og mannauð en á fundi þann 17. nóvember verður fjallað um mannauð og framleiðni.
Nánar á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins.
Landsvirkjun hefur ákveðið að stækka Búrfellsvirkjun um 100 MW og er áætlað að framkvæmdir hefjist á vormánuðum.
Stækkunin mun nýta vatn sem í dag rennur framhjá núverandi stöð. Framhjárennslið er aðallega yfir sumarmánuðina og mun stækkunin því aðeins framleiða orku hluta ársins. Uppsett afl hennar mun hins vegar nýtast allt árið um kring til að auka rekstraröryggi og sveigjanleika raforkukerfisins.
Framkvæmdin fellur ekki undir rammaáætlun þar sem um stækkun virkjunar er að ræða. Þá er framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum skv. úrskurði Skipulagsstofnunar.
Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.