Ársfundur SvensktVatten 2014
Ársfundur SvensktVatten, sænsku vatns- og fráveitusamtakanna, árið 2014 fer fram 13.-14. maí næstkomandi í borginni Jönköping.
Dagskrá fundarins í ár einkennist af því að kosningaár er í Svíþjóð og því verða tekin fyrir ýmis mál sem tengast aðkomu stjórnvalda að vatns- og fráveitumálum.
Frekari upplýsingar um fundinn og skráningu má finna á heimasíðu samtakanna.