Nóvember 2016

Málþing um örplast í skólpi

Vatns- og fráveitufélag Íslands, VAFRÍ, og Samorka halda opið málþing um örplast í skólpi. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á þá þekkingu sem til er um málefnið hér á landi, um upptök og afdrif örplasts í skólpi og mögulegum hreinsiaðferðum til verndar lífríkis í viðtaka skólps.

Tími: Þriðjudaginn 15. nóvember kl. 13:30 – 16:00
Staðsetning: Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35

Dagskrá:
Eru skólphreinsistöðvar gátt fyrir örplast í hafið?
Hrönn Jörundsdóttir, Matís
Kynning á norrænni rannsókn þar sem losun örplasts frá skólphreinsistöðvunum

Úr plasti, – og hvað svo?
Guðjón Atli Auðunsson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Um uppsprettur, afdrif og hættur af örplasti í sjó og hvað er til úrbóta.

Mögulegar leiðir varðandi hreinsun og meðhöndlun á örplasti úr skólpi á Íslandi
Sigurður Thorlacius, Eflu

Eftir erindin verður opin umræða þar sem þátttakendum gefst kostur á að spyrja spurninga og ræða við fyrirlesara um málefnið. Þar eru allir hvattir til að taka þátt og einnig leggja sína þekkingu á vogaskálarnar.

Kaffiveitingar verða í boði Samorku.

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Vinsamlegast skráið þátttöku með því að fylla út könnun hér.

Október 2016

Menntun og mannauður: Starfsþjálfun í fyrirtækjum nm77828-menntun-og-mannaudur-netaugl

Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 20. október frá kl. 8.30-10.

Að þessu sinni verður kynning á TTRAIN (Tourism training) verkefninu, en það snýst um að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustufyrirtækjanna og endurmennta þá sem fyrir eru. Sambærilegt verkefni hefur verið útfært fyrir verslunina á Íslandi þannig að það getur haft breiða skírskotun, þ.e.a.s. hentar ekki endilega einungis aðilum í ferðaþjónustu.

Nánari upplýsingar og dagskrá má sjá á vef Samtaka atvinnulífsins.

Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni Menntun og mannauður sem mun standa til vors 2017.

Haustfundur JHFÍ

JHFÍHaustfundur JHFÍ verður haldinn fimmtudaginn 13. október næstkomandi, frá kl. 15:00-16:30, í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur, að Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík.

Þema fundarins er: „Nýjar víddir jarðvarmans“.

Nánari upplýsingar um fundinn og dagskrá má sjá á heimasíðu Jarðhitafélagsins.

September 2016

Charge – Branding Energy

Charge - Branding EnergyOrka sem vörumerki er umfjöllunarefni ráðstefnu sem fram fer í Hörpu dagana 19. og 20. september og er fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

Hægt er að skrá sig til leiks og fá allar nánari upplýsingar á heimasíðu ráðstefnunnar.

Ráðstefnan fer fram á ensku.

Norræna vatnsveituráðstefnan 2016

Nordic Drinking Water ConferenceNorræna vatnsveituráðstefnan 2016 verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 28. – 30. september.

Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og þar koma saman sérfræðingar Norðurlandanna í vatnstengdum fræðum og fjalla um hinar ýmsu hliðar á vatnsveitum og drykkjarvatni. Metnaðarfull dagskrá verður í boði með alls 90 erindum sem fjalla um ýmist dreifikerfi vatns, rekstur vatnsveitna, fræðslu, gæði og meðhöndlun drykkjarvatns, vatnsvernd og fleira.

Ráðstefnan fer fram á ensku.

Skráning stendur yfir á heimasíðu ráðstefnunnar, ndwc.is.

Maí 2016

Fagfundur raforkumála 2016

Upplýsingar um fagfundinn 2016