Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn miðvikudaginn 14. október 2020 í Hörpu Norðurljósum kl. 8.30. Í ár er viðburðinum eingöngu streymt rafrænt í opinni dagskrá á vef SA, samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. Dagskrá hefst kl. 8.30.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, á Umhverfisdegi atvinnulífsins 2019. Bakvið hann er Ragna Sara Jónsdóttir, formaður dómnefndar árið 2019.

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins í ár verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verðlaun fyrir umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins.

Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

 

 

 

Ávörp flytja:

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Kristín L. Árnadóttir, aðstoðarforstjóri LV
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion
Jónína G. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Terra
Ari Edwald, forstjóri MS