Nýir stjórnarmenn hjá ON
Tómas Ingason og Magnús Már Einarsson eru nýir í stjórn Orku náttúrunnar (ON).
Stjórn ON er því skipuð þeim: Hildigunni Thorsteinsson, formanni stjórnar, Elísabetu Hjaltadóttur, Hólmfríði Sigurðardóttur, Magnúsi Má Einarssyni, og Tómasi Ingasyni.
Tómas Ingason hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskipta- og stafrænnar þróunar hjá Icelandair frá 2019, var framkvæmdastjóri viðskiptasviðs WOW Air árið 2018 og gegndi stöðu forstöðumanns stafrænnar framtíðar hjá Arion banka á árunum 2016 – 2018. Tómas útskrifaðist með BSc gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2001, MSc gráðu í verkfræði frá MIT Sloan School of Management í Boston árið 2006 og síðar MBA gráðu árið 2012 frá sama skóla.
Magnús Már Einarsson hefur starfað hjá Orkuveitu Reykjavíkur frá 2017, fyrst sem þjónustustjóri innkaupa en frá árinu 2019 sem forstöðumaður aðbúnaðar. Þar áður rak hann ferðaþjónustufyrirtækið Northern Destinations eða frá 2011-2017. Magnús lauk MBA gráðu frá EMLYON Business School í Frakklandi árið 2011 og útskrifaðist með BSc gráðu í iðnaðverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2008. Þá nam hann frönsku við Sorbonne háskóla árið 2009.
Í febrúarlok á þessu ári auglýsti Orka náttúrunnar í fyrsta sinn eftir stjórnarmanni í stjórn fyrirtækisins. Tómas Ingason var valinn í stjórn í kjölfar auglýsingar. Magnús Már Einarsson er tilnefndur í stjórn af Orkuveitu Reykjavíkur.
Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn á ábyrgan og umhverfisvænan hátt og leggur áherslu á jákvæð samfélagsleg áhrif. Fyrirtækið á og rekur tvær jarðgufuvirkjanir, á Hellisheiði og Nesjavöllum, og vatnsaflsvirkjun í Andakíl í Borgarfirði. Jarðgufuvirkjanir leggja til rúman helming heita vatnsins í hitaveitunni á höfuðborgarsvæðinu og þar er framleitt rafmagn fyrir heimili og fyrirtæki um allt land.
ON hefur meðal annars sett sér markmið um kolefnishlutlausa starfsemi árið 2030 og leitt uppbyggingu hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla um allt land á undanförnum árum.