Orkuskipti: Hvað þarf til?
Hvað þarf til þess að skipta út jarðefnaeldsneyti á Íslandi í græna orku, bæði til að standast alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum og fyrir fullt og allt?
Opinn ársfundur Samorku mun taka á þessum spurningum og svara þeim.
Vefútsending/Norðurljósum, Hörpu
8. september 2020
Fundurinn verður í beinni útsendingu á netinu en ef aðstæður leyfa verður einnig hægt að mæta á staðinn. Í Hörpu er vel gætt að fjarlægðartakmörkunum, auðvelt er að skipta í hólf og sprittstandar aðgengilegir alls staðar.
Dagskrá:
Fyrstu og önnur orkuskiptin – Helgi Jóhannesson, formaður stjórnar Samorku
Ávarp ráðherra – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Þriðju orkuskiptin: Innviðir og orkuþörf – Auður Nanna Baldvinsdóttir og Sigurjón Kjærnested, orkuskiptahóp Samorku
Framtíðarþróun samgangna – Colin McKerracher, Bloomberg New Energy Finance
Orkuskiptin eru hagkvæm – Ingvar Freyr Ingvarsson, Samorku
Svona hleður landinn: Niðurstaða hleðslurannsóknar Samorku – Scott Lepold, GEOTAB og Kjartan Rolf Árnason, orkuskiptahóp Samorku
Framtíð orkuskipta á hafi: Electric Port Study – Caroline Kamerbeek, DNV-GL
Framtíð orkuskipta í flugi – Olav Mosvold Larsen, Avinor
Græn orka verður grænt eldsneyti – Morten Stryg, Dansk Energi
Vefútsending er opinn öllum og verður á heimasíðu Samorku, Facebooksíðu Samorku og á völdum fréttamiðlum. Ef aðstæður leyfa geta gestir mætt á staðinn.
Við biðjum gesti um að skrá sig á fundinn með því að fylla inn formið fyrir neðan. Þannig verður hægt að mæta fjöldatakmörkunum í Hörpu ef aðstæður leyfa fundargesti, en einnig hægt að koma upplýsingum um fundinn/útsendinguna til gesta.