Þriðji orkupakkinn: Umsögn Samorku
Samorka styður innleiðingu þriðja orkupakkans og hefur skilað inn umsögn um hann og tengda löggjöf.
Helstu punktar í umsögninni:
• Markmið Evrópusambandsins um aðskilnað milli samkeppinisþátta og sérleyfisþátta, aukið orkuöryggi, betri nýtingu framleiðsluþátta og flutnings- og dreifikerfa hafa náðst, sem og að aukin samkeppni skili neytendum lægra verði.
• Hvatar, eins og heimild til útgáfu upprunaábyrgða fyrir græna raforkuframleiðslu, hafa skilað bættri samkeppnisstöðu gagnvart raforku sem framleidd er með jarðefnaeldsneyti og ekki síður ýtt undir möguleikann á tækniþróun í framleiðslu grænnar orku.
• Þriðji orkupakkinn vinnur sérstaklega með þau markmið að tryggja nýjum raforkuframleiðendum jafna stöðu þegar kemur að tengingum við flutnings- og dreifikerfin.
• Sameiginlegt regluverk Evrópusambandsins og EES-samningsins almennt hefur tryggt stöðu raforkuframleiðslu í alþjóðlegu samhengi í þeim skilningi að ekki sé um undirboð að ræða á markaðnum.
• Þriðji orkupakkinn leiðir ekki til þess að Íslendingar eigi það á hættu að missa yfirráð sín yfir náttúruauðlindum til Evrópusambandsins eða að hingað verði sjálfkrafa lagður sæstrengur.
• Samorka tekur ekki undir nauðsyn þess að hækka eftirlitsgjöld, auka heimilidir til veitingu áminninga eða álagningar stjórnvaldssekta vegna skerpingar á sjálfstæði Orkustofnunar til eftirlits.
Umsögn Samorku í heild má lesa hér fyrir neðan:
Frekari upplýsingar um þriðja orkupakkann og samantekt af fræðsluefni um hann.