Aðventufundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 29. nóvember kl. 14-16 í Húsi atvinnulífsins.
Fundurinn ber yfirskriftina Frumkvöðlar í jarðhita: Baldur Líndal 100 ára. Á fundinum verður frumkvöðlahugsun Baldurs heiðruð með umfjöllun um mikilvægi nýsköpunar í jarðhita og framsögum frá frumkvöðlum dagsins í dag og framtíðarinnar.
Dagskrá:
Baldur Líndal: Aldarafmæli – Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri auðlinda hjá HS Orku
Efnahagslegt mikilvægi fjölnýtingar – Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá Gamma
Mikilvægi nýsköpunar – Hildigunnur Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Frumkvöðlar í jarðhita:
Climeon – Gabriella Skog, Varmaorku
Why Use Geothermal to Grow Micro Algae? – Kristinn Hafliðason, framkvæmdastjóri Algeainnovation
Nýting jarðvarmakísils sem hráefni í kísiljárnframleiðslu – Sunna Ó. Wallewik
Framtíð fjölnýtingar – Bjarni Pálsson, deildarstjóri Jarðvarmadeildar hjá Landsvirkjun
Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, Samorku