Aðal- og ársfundur Samorku var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 6. mars 2018.
Á aðalfundi kl. 13 var kjörið í stjórn samtakanna.
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri, var kjörin fulltrúi Landsvirkjunar og þá voru einnig endurkjörin í stjórn þau Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Jóhanna B. Hansen, bæjarverkfræðingur Mosfellsbæjar. Í stjórn sitja jafnframt áfram þau Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku og Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur og Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku og formaður stjórnar. Þá verður Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, áfram fulltrui fyrirtækisins í stjórn Samorku.
Hörður Arnarson, forstjóri, tekur sæti varafulltrúa Landsvirkjunar í stjórn Samorku. Ásdís Kristinsdóttir, forstöðumaður, verður áfram varafulltrúi Veitna og þá sitja áfram þau Guðbjörg Marteinsdóttir, RARIK, Jón Tryggvi Guðmundsson, Selfossveitum og Elías Jónatansson, Orkubúi Vestfjarða, sem varamenn í stjórn Samorku.
Konur skipa nú í fyrsta sinn meirihluta aðalmanna stjórnar Samorku. Að varamönnum meðtöldum er jafnt hlutfall kynja.
Stjórn Samorku, að loknum aðalfundi 2018, skipa:
Aðalmenn:
Ásgeir Margeirsson, HS Orku
Guðmundur Ingi Ásmundsson, Landsneti
Guðrún Erla Jónsdóttir, Orkuveitu Reykjavíkur
Helgi Jóhannesson, Norðurorku, formaður stjórnar
Inga Dóra Hrólfsdóttir, Veitum
Jóhanna B. Hansen, Mosfellsbæ
Ragna Árnadóttir, Landsvirkjun
Varamenn:
Ásdís Kristinsdóttir, Veitum
Elías Jónatansson, Orkubúi Vestfjarða
Guðbjörg Marteinsdóttir, RARIK
Hörður Arnarson, Landsvirkjun,
Jón Tryggvi Guðmundsson, Selfossveitum
Ályktun aðalfundar Samorku 2018
Samkeppnisréttaryfirlýsing Samorku.
Yfirskrift opins ársfundar Samorku, sem hófst kl. 15, var: Framlag orku- og veitufyrirtækja til loftslagsmála.
Dagskrá fundarins:
Ávarp – Helgi Jóhannesson, formaður stjórnar Samorku
Ávarp – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar
Framlag orku- og veitustarfsemi til loftslagsmála í fortíð, nútíð og framtíð – Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna og Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri auðlinda HS Orku
Sameiginleg yfirlýsing orku- og veitutækja um kolefnishlutleysi árið 2040
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, veita yfirlýsingunni viðtöku
Stóra verkefnið – Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs
State of Green: Nation Branding and Storytelling – Finn Mortensen, framkvæmdastjóri
Fundarstjóri: Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku
Upptökur af fundinum:
Myndband í upphafi fundarins:
Framlag orku- og veitufyrirtækja til loftslagsmála from Samorka on Vimeo.
Ávarp – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir from Samorka on Vimeo.
Framlag orku- og veitufyrirtækja til loftslagsmála – Inga Dóra Hrólfsdóttir og Kristín Vala Matthíasdóttir from Samorka on Vimeo.
Ávarp – Guðmundur Ingi Guðbrandsson from Samorka on Vimeo.
Stóra verkefnið – Sigurður Ingi Friðleifsson from Samorka on Vimeo.
State of Green: Nation Branding and Storytelling – Finn Mortensen from Samorka on Vimeo.
Fundurinn í heild sinni:
Ársfundur Samorku 2018: Framlag orku- og veitufyrirtækja til loftslagsmála from Samorka on Vimeo.