Á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóhannesar Zoëga, sem var hitaveitustjóri í Reykjavík í aldarfjórðung, á einhverjum mestu uppbyggingarárum hennar. Í hans tíð var lokið við hitaveituvæðingu alls höfuðborgarsvæðisins með tilheyrandi lífskjarabótum fyrir verulegan hluta þjóðarinnar. Tækniþróun innan Hitaveitu Reykjavíkur gerði kleift að útvega heitt vatn fyrir sívaxandi fjölda íbúa. Grunnur var líka lagður að nýtingu háhitasvæða fyrir hitaveituna í tíð Jóhannesar.
Orkuveita Reykjavíkur heldur málþing til heiðurs Jóhannesi á afmælisdegi hitaveitunnar en 9. nóvember 1930 varð Austurbæjarskóli fyrsta húsið sem tengt var borholum við Þvottalaugarnar í Laugardal.
Málþingið hefst 9. nóvember, kl. 14:30 og er haldið í höfuðstöðvum OR að Bæjarhálsi 1. Hægt er að tilkynna þátttöku á Facebook.
Dagskrá:
Stefán Pálsson, sagnfræðingur – Ævi og störf Jóhannesar
Dr. Einar Gunnlaugsson, jarðefnafræðingur hjá OR – Hitaveita Reykjavíkur í 87 ár
Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar hjá OR – Hengillinn; hvað höfum við lært á aldarfjórðungi?
Þorleikur Jóhannesson, verkfræðingur hjá VERKÍS – Djúpdælubyltingin
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA – Hitaveitan og þjóðarhagur
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og stjórnarmaður OR – Hitaveitan og lífsgæðin
Að erindunum loknum munu taka þátt í spjallborði um hitaveituna og áhrif hennar samfélagið þau;
Stefán Pálsson sagnfræðingur
Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona og daglegur sundlaugagestur
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og stjórnarmaður í OR
Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, mun stýra málþinginu. Að því loknu er boðið upp á veitingar.