Samorka og KíO undirrita samstarfssamning
Samorka og Konur í orkumálum ætla í sameiningu að bæta hlutfall kvenna í orku- og veitugeiranum. Samstarfssamningur um þetta var undirritaður á Samorkuþingi, sem haldið var í Hofi á Akureyri dagana 4. – 5. maí.
Samstarfið getur birst á margan hátt samkvæmt samningnum, eins og til dæmis í samnýtingu gagna, upplýsingagjöf á milli aðila, sameiginlega viðburði eða sameiginlega útgáfu á efni sem varpar ljósi á stöðu kvenna innan geirans.
Samorka er einnig einn af styrktaraðilum nýrrar úttektar KíO og fyrirtækisins Ernst&Young um stöðu kvenna í íslenska orkugeiranum sem kom út á dögunum.