„Planið“ gekk upp
Aðgerðaáætlunin sem Orkuveita Reykjavíkur hefur fylgt frá því snemma árs 2011 og nefnd er Planið gekk upp og vel það. Hún átti að skila liðlega 50 milljörðum króna í betri sjóðstöðu en niðurstaðan varð um 60 milljarðar. Þetta kemur fram í lokaskýrslu fyrirtækisins um Planið sem lauk um áramót.
Rekstrarafkoma er svipuð og síðustu ár en hátt gengi íslensku krónunnar skilar fyrirtækinu verulegum reiknuðum hagnaði. Hagnaðurinn nam 13,4 milljörðum króna á árinu. Arðsemi eigin fjár var 12,0%.
Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu OR.