Áhugaverð erindi á Vísindadegi OR
Hinn árlegi Vísindadagur OR samstæðunnar verður haldinn á Pí daginn 14. mars á Nauthóli, Nauthólsvegi 106. Kynnt verða áhugaverð rannsóknarverkefni sem unnin eru af starfsfólki Orkuveitunnar, Veitna, ON, GR eða samstarfsaðilum.
Þemu Vísindadagsins í ár eru þrjú; Það sem enginn sér, Framtíðin og 2°C. Erindin snúast meðal annars um:
• loftslagsmál og heilsu
• kolefnisspor og orkuskipti í samgöngum
• bætta auðlindanýtingu
• vatns- og fráveitu
• snjalla framtíð
Skoða má ítarlega dagskrá á vef OR.
Vísindadagur OR er öllum opinn en skráningar er óskað. Boðið verður upp á morgunhressingu fyrir fund og léttan hádegisverð.