Orkustofnun stendur fyrir fyrirlestraröð í tilefni af 50 ára afmæli stofnunarinnar. Fyrirlestrarnir eru mánaðarlega.

Næsti fundur er miðvikudaginn 1. mars kl. 15-16 í húsnæði Orkustofnunar að Grensásvegi 9, Reykjavík Skráning á fundinn fer einnig fram á heimasíðu OS en þess má geta að hann verður einnig sendur út í beinni útsendingu á heimasíðunni.

Dagskrá:

Orka til breytinga: Hlutur vindorku og vatnsorku í orkustefnu Noregs til 2030 – Auðlindir, kostnaður og leyfsveiting

Fyrirlesarar frá NVE:
David Edward Weir og Fredrik Arnesen
frá Norges vassdrags- og energidirektorat (NVE)