Virkjun sjávarorku verði hagkvæm um eða eftir miðja öldina
Gróft reiknað er kostnaður við virkjun sjávarorku nú um 20 sinnum hærri en við hefðbundna vatnsaflsvirkjun. Mikil framþróun er hins vegar í rannsóknum á beislun sjávarorku og má reikna með að á næstu 30 árum verði miklar framfarir á þessu sviði. Fyrirsjáanlegt er því að kostnaður við virkjun sjávarorku mun fara lækkandi samhliða því að spár gera ráð fyrir að orkuverð muni hækka. Má því reikna með að virkjun sjávarorku geti orðið hagkvæmur kostur um eða eftir miðja öldina. Þetta eru helstu niðurstöður greinargerðar sem sérfræðingahópur hefur skilað til atvinnuvegaráðuneytisins. Sjá nánar á vef ráðuneytisins.