Óskað eftir tilnefningum til Menntaverðlauna atvinnulífsins
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 2. febrúar 2017. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 12. desember nk.
Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2017, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.
Frekari upplýsingar um viðmið, verðlaunin og mat dómnefndar má finna á vef SA.
Tilnefningar sendist í tölvupósti á sa@sa.is – eigi síðar en mánudaginn 12. desember nk. Ekki er tekið við tilnefningum eða gögnum eftir þann tíma.
Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.