Er ávinningur af raforkustreng til Bretlands? – Fundur 22. september
Þriðjudaginn 22. september býður bresk-íslenska viðskiptaráðið til opins fundar um lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands undir yfirskriftinni Interconnecting Interests. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og hann munu m.a. ávarpa Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og fulltrúar Greenpeace í Bretlandi og orkufyrirtækjanna PowerBridge og National Grid.